Great Barrington yfirlýsingin

Við undirrituð erum sérfræðingar í smitsjúkdómum og lýðheilsu og höfum djúpar áhyggjur af því tjóni sem núverandi aðgerðir gegn COVID-19 hafa á líkamlega og andlega heilsu fólks. Við leggjum til nálgun sem við köllum markvissa vernd.

Við komum bæði frá vinstri og hægri, frá ólíkum svæðum heims, en höfum helgað krafta okkar því að vernda fólk. Núverandi hindranir hafa hörmulegar afleiðingar fyrir lýðheilsu til skemmri og lengri tíma. Meðal afleiðinganna (svo fáeinar séu nefndar) eru samdráttur í bólusetningum barna, verri útkoma sjúklinga með hjartasjúkdóma, færri krabbameinsgreiningar og versnandi andleg heilsa. Allt leiðir þetta til aukinnar dánartíðni á komandi árum, þar sem lágstéttirnar og yngri kynslóðirnar bera stærstan hluta tjónsins. Það er hrópandi óréttlæti að meina nemendum að sækja skóla.

Það mun valda óbætanlegu tjóni að halda þessari stefnu áfram þar til bóluefni verður fáanlegt, og þeir sem verst standa verða fyrir hlutfallslega mestum skaða.

Til allrar hamingju fer þekking okkar á veirunni vaxandi. Við vitum að dánarlíkur af COVID-19 eru meira en þúsundfalt hærri hjá öldruðum og veikum en ungu fólki. Raunar eru COVID-19 hættuminna börnum en margir aðrir sjúkdómar, þar á meðal inflúensa.

Eftir því sem ónæmi byggist upp meðal almennings dregur úr smithættu hjá öllum hópum, þar á meðal þeim viðkvæmustu. Við vitum að á endanum næst hjarðónæmi um allan heim, þ.e. smitstuðull nær jafnvægi, og að bóluefni getur hjálpað til við þetta (en er ekki nauðsynlegt). Af þessum sökum ætti markmið okkar að vera að lágmarka dauðsföll og samfélagslegt tjón þar til hjarðónæmi hefur náðst.

Mannúðlegasta nálgunin, þar sem jafnvægi ríkir milli áhættu og ávinnings meðan hjarðónæmi næst, er að þeir sem eru í lágmarkshættu fái að lifa eðlilegu lífi í því skyni að byggja upp náttúrulegt ónæmi gagnvart veirunni, meðan þeir sem í mestri hættu eru njóta betri verndar en nú er. Þetta köllum við markvissa vernd.

Aðgerðir til að vernda hina viðkvæmu ættu að vera meginmarkmið viðbragða gegn COVID-19. Til dæmis ættu hjúkrunarheimili að notast við starfsfólk sem þegar hefur náð ónæmi og framkvæma tíðar prófanir á öðru starfsfólki og gestum. Breytingar á starfsmannahópi ættu að vera sem minnstar. Eldra fólk sem býr heima ætti að fá matvöru og aðrar nauðsynjar sendar heim. Þegar mögulegt er ætti það að hitta ættingja utandyra fremur en innandyra. Fylgja ætti ítarlegum og fullnægjandi leiðbeiningum, þar með talið varðandi heimili þar sem fleiri kynslóðir búa saman, og samsetning þeirra er auðveldlega á færi sérfræðinga í lýðheilsu.

Þeim sem ekki eru í hættu ætti strax að leyfast að taka upp eðlilegt líf. Allir ættu að stunda einfaldar sóttvarnir, svo sem handþvott og halda sig heima í veikindum til að lækka þröskuld hjarðónæmisins. Skólar og háskólar ættu að vera opnir og kennsluhættir eðlilegir. Tómstundastarf á borð við íþróttir ætti að vera með eðlilegum hætti. Ungt fólk sem er í lítilli hættu ætti að stunda störf sín með eðlilegum hætti í stað þess að vinna að heiman. Veitingastaðir og önnur fyrirtæki ættu að vera opnir. Menningar-, lista- og tónlistarlíf ætti að hefjast að nýju. Fólk í meiri áhættu gæti tekið þátt í slíku ef það kýs, meðan samfélagið í heild nýtu þeirrar verndar sem hjarðónæmi veitir þeim sem veikastir eru fyrir.

On October 4, 2020, this declaration was authored and signed in Great Barrington, United States, by:

Dr. Martin Kulldorff, professor of medicine at Harvard University, a biostatistician, and epidemiologist with expertise in detecting and monitoring of infectious disease outbreaks and vaccine safety evaluations.

Dr. Sunetra Gupta, professor at Oxford University, an epidemiologist with expertise in immunology, vaccine development, and mathematical modeling of infectious diseases.

Dr. Jay Bhattacharya, professor at Stanford University Medical School, a physician, epidemiologist, health economist, and public health policy expert focusing on infectious diseases and vulnerable populations.

Translation by Thorsteinn Siglaugsson,